TRIOS 3Shape


Ný batterí 30% lengri líftími batterís – 45 mín (fylgjaöllum þráðlausum skönnum í dag bæði Trios 3 og Trios 4)!

Munurinn á milli tegunda:

Trios 4

Smart-tip hitnar hraðar, man hversu oft hefur verið notaður og þarf bara að calibrata hvern tip. Speglatips læsast með snúningi. Er með Caries Aid og kemur með bæði hleðslubatteríum sem og snúru. Þá þarf ekki að velja á milli þráðlaus skanna eða með snúru.

Trios 3
Opið fyrir Patient Monitoring, Treatment Simulation, Smile Design og Patient Specific Motion. Val um snúrutengdan eða þráðlausan.

Trios 3 Basic

Hugsað fyrir þá tannlækna sem vilja einungis skanna og senda. Forrit sem eru ekki innifalin eru TRIOS Patient Monitoring, TRIOS Treatment Simulator, Smile Design, and TRIOS Patient Specific Motion (hægt er að opna á þessi forrit seinna  þó gegn gjaldi. Teldist skanninn þá Trios 3). Hægt er að fá Trios 3 Basic bæði sem fartölvu eða semMOVE+. Aðeins er hægt að fá skannann snúrutengdan ekki þráðlausan.

Trios Pod: HD 15,6” Snertiskjár
Öflug og nett 1 TB tölva. Fartölvan kemur með skannanum. Ekki er hægt að kaupa hana sér og er hún innifalin í verði skannans.
Mjög auðvelt að ferðast með
Hægt að para við mismunandi skanna TRIOS 4, TRIOS 3, þráðlausa eða með snúru og TRIOS 3 Basic
Alltaf hægt að velja kjörhæð sem tannlæknir vill vinna í. Auðvelt er að færa skjáinn upp/niður, halla fram/aftur og hafa beint yfir sjúklingnum.
Trios MOVE+ Nú stærri skjár HD 15.6” Snertiskjár (var áður 13.3″)
Hægt að para við mismunandi skanna TRIOS 4, TRIOS 3 þráðlausa eða með snúru og TRIOS 3 Basic.
Öflug en nett 1 TB PC áföst standi , hönnuð fyrir skönnun
Mjög auðvelt að flytja skannann og hönnunin einstaklega falleg, létt og hægt að læsa hjólum