Trios 3 ÞRÁÐLAUS Pod útgáfa

Product Description

Trios 3 er einn nákvæmasti munnskanninn á markaðnum* og án efa ein magnaðasta græja sem tannlæknar hafa komist í kynni við – og eini þráðlausu skanninn á markaðnum.

Ótrúlegur hraði, nákvæmni og einföld notkun er það sem einkennir Trios 3.

Sjúklingar upplifa engin óþægindi heldur spennandi meðferð sem styttir verkferlið í tannsmíði.

Við bjóðum uppá fyrsta flokks þjónustu í kringum Trios kerfið, höldum reglulega fræðslufundi og námskeið þar sem notendur geta hist og rætt málin. Við tengjumst i gegnum fjarstýringu inná tölvur notenda til að hjálpa þeim ef einhverjar spurningar vakna varðandi hugbúnaðinn.

Eftir skönnun taka við ótal möguleikar í hugbúnaðinum, til dæmis greining á biti, útreikningar á undirskurði, litataka o.fl.

Þessi útgáfa skannans er á tengikví eða “pod”, sem er tengd við fartölvu eða borðtölvu. Æskilegast er að fá sérstaka tölvu afhenta með skannanum til að ganga úr skugga um að vélbúnaður tölvunnar sé nógu öflugur fyrir þá hröðu myndvinnslu sem á sér stað þegar skannað er.
Þráðlaus skanni býður uppá frelsi varðandi snúrur, 3 rafhlöður fylgja með og hleðslutæki, sem þýðir að um leið og rafhlaða er búin er skipt um á örfáum sekúndum og haldið áfram að vinna.

Hafðu samband til að fá verðtilboð.

 

*Sjá rannsóknir:

http://www2.compass3d.com.br/uploads/arquivos/Acuidade_dos_escaners_intra-orais.pdf

https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pubmed/26547869

https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pubmed/26548890

 

 

Reviews

There are no reviews yet.

Be the first to review “Trios 3 ÞRÁÐLAUS Pod útgáfa”

Your email address will not be published. Required fields are marked *