Mánafoss ehf var stofnað árið 1972 af þeim Ríkarði Pálssyni, Hæng Þorsteinssyni, tannlæknum, Dieter Luckas og fjölskyldum þeirra. Fyrirtækið var upphaflega stofnað sem umboð fyrir Ivoclar Vivadent vörur en síðar meir bættust við fleiri tannlækna, hreinsi- og læknavörur. Fyrirtækið var selt árið 2007 og kaupandi var Hafsteinn Viðar Árnason.

 Tannhjól ehf var stofnað árið 1997 af Hafsteini Viðari Árnasyni sem er flestum tannlæknum kunnugur enda verið viðloðandi tannlæknaheiminn lengi. Fyrirtækið sérhæfði sig í viðgerðar og viðhaldsþjónustu ásamt að vera með umboð fyrir ýmis tannlæknatæki, ber þar helst að nefna KaVo, Melag, Durr Dental, Tavom Spa ofl.

Bæði fyrirtækin hafa verið leiðandi í vöruúrvali, þjónustu og uppsetningu fyrir tannlækna á Íslandi. Árið 2022 sameinuðust fyrirtækin og heitir fyrirtækið nú Tannhjól-Mánafoss ehf.

Tannhjól-Mánafoss ehf er endursölu- og þjónustuaðili fyrir tannlækna- og lækningavörur á Íslandi. Við bjóðum upp á einstakt úrval af vörum frá okkar helstu birgjum, ber þar helst nefna hreinsivörur, einnota vörur, smávörur, tannlæknatæki ofl.